top of page
Tinna

BÆTTU ÞIG - Magnúns Helgi Lúðvíksson

Tækifærið sem ég sá var að hanna íþróttabuxur með bótum á hné fyrir íþróttafólk sem glíma við hnémeiðsl. Ég hef sjálfur spilað körfubolta frá unga aldri og síðustu ár hef ég þurft að glíma við hnémeiðsli. Eins og svo margt annað íþróttafólk þarf ég að fara af æfingastað og klæða mig úr buxunum til þess að bera á mig hita eða kælikrem. Mér fannst kominn tími til að breyta þessu og búa til buxur sem leysa þennan vanda. BÆTTU ÞIG buxurnar eru með sérstaka bót í kringum hnéð svo auðvelt er að komast að því. Í framtíðinni væri hægt að yfirfæra þessa hugsun á annan fatnað með önnur meiðsli í huga ásamt fleiri litum og öðrum týpum - allt með logói fyrirtækisins BÆTTU ÞIG


Varan: Megintilgangur vörunnar er að auðvelda íþróttafólki sem orðið hafa fyrir hnémeiðslum að stunda íþróttir. Buxurnar eru með sérstaka bót í kringum hnéð sem hægt er að taka niður með frönskum rennilás til að auðvelda íþróttafólki að bera á sig hitakrem/kælikrem/kælingu. Buxurnar eru einstakar að því leyti að varan er ekki til á markaði og hefur því ekki verið framleidd áður. Mig langaði að hanna buxur sem eru þægilegar, sterkar, endinga góðar og einfalda líf allra íþróttamanna með hnémeiðsli.



 



33 views0 comments

Comments


bottom of page