Hugmyndin: Hráa og grófa útlitið er að færast í aukana hvað varðar vinsældir um allan heim, stór hluti þess er að hafa þetta ókláraða útlit svo sem að það sjáist í hráan múr í húsgögnum. Í dag stendur fólki til boða að kaupa slíkar vörur sem eingöngu eru unnar úr múr. Það ber með sér ákveðna ókosti svo sem að húsgögnin eru klett þung og kostnaðar mikil fyrir neytendur. Þetta gefur því augaljós að það sé þörf á markaði fyrir hagstæðari og betri kost fyrir viðskiptavini.
Varan er kaffiborð sem lítur út fyrir að vera gegnum steypt og hefur það því mjög fallega múráferð. Borðið er fyrst smíðað úr 30mm MDF plötu og sett saman með dílum til þess að þar haldi styrk sínum og sé fljótlegt og auðvelt í samsetningu borðið er 120 x 60 x 50 cm bæði vegna þess það er algeng og þægileg stærð á kaffiborði ásamt því það er góð efnisnýting á hráefni.
Síðan eru allir fletir borðsins smurðir með múrgrunn og leyft að þorna um 1.5 klst þegar að grunnurinn hefur þornað er Micro sementið blandað og litarefnið sett í. Síðan er múrnum smurt á í þunnum lögum, hvert lag þarf að þorna milli umferða svo að viðloðun sé næg milli umferða. Hver umferð fyrir sig er ekki meiri en 1mm að þykkt og seinni umferðirnar eru oft eingöngu smá hluti þess. Síðan er borðið lakkað með olíu lakki svo að gljá stig þess sé ekki of hátt.
Comments