top of page
Tinna

ELDEY - Katrín Eyja Jónsdóttir

Við hugmyndavinnuna á bak við þemað í línunni minni sem ég kalla Eldey að þá langaði mig til að hanna kvenlegar og tignarlegar línur og einhvern veginn langaði mig strax í upphafi að vinna línuna úr rauðu leðri sem ég gerði og bætti svo við efni sem mig langaði til að prufa að vinna úr sem maður sér ekki oft og það er appelsínugult band frá Hampiðjunni. Þarna var komið visst þema sem ég var byrjuð að vinna með og þegar svo skemmtilega vildi til að eldgos byrjaði á Reykjanesskaga að þá kom nafnið fljótt, Eldey. Það fannst mér passa vel við litina sem ég byrjaði með í upphafi. Ég kem frá Eyju þar sem náttúruöflin láta finna fyrir sér, og svo ber ég milli nafnið Eyja. Appelsínugulu prjónuðu kjólarnir eru svo með tengingu við sjóinn, eins og fiskinet.


 


32 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page