Hugmyndin kom þegar Alda Ósk var í tíma og hún hugsaði að vinsældir á kertum hefur alltaf verið mikil. Í dag fer maður ekki inn á íslenskt heimili án þess að sjá að minnsta kosti nokkur kerti. Alda Ósk sá þetta sem stórt tækifæri til að að gera kerti. Kerti gera mikið fyrir hvert heimili og geta gefið frá sér mismunandi stemningu. Markmið Hringljóma er að kertið geti gefið frá sér kósý, fallega og skemmtilega stemningu.
Varan er kerti sem er í laginu eins og sívalningur og er hollt að innan. Þráðurinn liggur hringinn í kringum kertið og brennur það því í hring sem er einstaklega flott og skemmtilegt að fylgjast með. Þetta kerti er einstakt, öðruvísi og ólíkt öðru sem maður hefur séð áður á markaðnum. Kertið er hvítt á litinn og er hægt að velja um hvort þú viljir hafa falleg þurrkuð rauðbleik blóm í kertinu og/eðavanilluilm.
Comments