top of page
Tinna

TVEINS - Anna Sóley Stefánsdóttir

Hugmyndin kviknaði þegar ég horfði á heimildarmynd um seinni heimsstyrjöld. Þar tók ég sérstaklega eftir kertastjaka sem mikið var notaður, en einkenni hans voru að hægt var að halda á honum eins og kaffibolla. Ég vissi þá að ég gæti notað þetta sem innblástur í lokaverkefnið mitt. Hinn hluti hugmyndarinnar kom á konudaginn, þegar pabbi kom með eina fallega rós heim til mömmu. Ein rós ber meira gildi en heilu og stóru vendirnir samkvæmt þeim. Mér fannst samt vanta fallegan, minimalískan og umhverfisvænan vasa undir rósina og kom Tveins þá í huga. Markmiðið var að handgera fallega og umhverfisvæna vöru sem myndi passa inn á flest heimili. Allir hafa fallega skrautmuni inni á heimilum sínum svo hvers vegna ekki að hafa hana umhverfisvæna.


Varan er tveggja vasa blómavasi. Hver vasi heldur einu til tveimur blómum eða greinum. Standurinn er búin til úr afgangs eikarlímtré, hringurinn úr málm og vasarnir úr gleri. Þetta er því allt endurvinnanlegt og standurinn búin til úr efni sem annars hefði farið í förgun.


 

Vara fyrirtækisins


Logo fyrirtækisins


57 views0 comments

Comments


bottom of page